FRIÐHELGISSTEFNA CITYVIEWS

Síðast endurskoðað: 1.07.2022

 

INNGANGUR

Fyrirtæki Cityviews, sem felur í sér alla neðangreinda aðila sem tilgreindir eru í "The Group", þar með talið samstarfsfyrirtæki (sameiginlega vísað til sem "Cityviews"), býður upp á netspilavíti, svo sem Spin Palace, Ruby Fortune, Mummys Gold, Cabaret Club, Jackpot City, Riverbelle, Lucky Nugget, Spin Casino, Gaming Club og Spinsports, bæði í gegnum vefsvæði, snjallforrit og aðra netþjónustu (sameiginlega vísað til sem "Þjónusta").

Cityviews Samstæðunni er mjög annt um að vernda friðhelgi notenda sinna. Samkvæmt því höfum við sett saman þessa Friðhelgisstefnu sem greinir frá því hvernig við stöndum að gagnavernd okkar, þ.mt. hvernig við söfnum, notun, birtum og verndum Persónuupplýsingar notenda okkar, svo og réttindi þeirra varðandi meðhöndlun Persónuupplýsinga.

Í þessari Friðhelgisyfirlýsingu, færð þú upplýsingar um:

 • SAMSTÆÐUNA
 • HVAÐA UPPLÝSINGUM SÖFNUM VIÐ?
 • BÖRN UNDIR LÖGALDRI
 • HVERNIG NOTUM VIÐ SAFNAÐAR UPPLÝSINGAR?
 • MARKAÐSSETNINGU
 • MEÐ HVERJUM DEILUM VIÐ UPPLÝSINGUNUM?
 • ALÞJÓÐLEGAN GAGNAFLUTNING
 • RAKNINGARTÆKNI ÞRIÐJU AÐILA
 • ÞJÓNUSTU ÞRIÐJU AÐILA
 • GEYMSLU PERSÓNUUPPLÝSINGA
 • RÉTTINDI ÞÍN
 • HVERNIG VIÐ PÖSSUM UPP Á ÖRYGGI PERSÓNUUPPLÝSINGA ÞINNA
 • BREYTINGAR Á FRIÐHELGISSTEFNUNNI
 • HVERNIG ER HÆGT AÐ HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR

Við hvetjum þig til að lesa Friðhelgisyfirlýsinguna vandlega og nota hana til að taka upplýstar ákvarðanir. Með því að fara á vefsíður hópfyrirtækja Cityviews, farsímaforrit, aðrar neteignir eða með því að stofna reikning í gegnum Þjónustur okkar, samþykkir þú hér með Friðhelgisyfirlýsingu okkar.

Ef þú hefur spurningar (eða athugasemdir) um upplýsingarnar þínar eða þessa persónuverndarstefnu er þér velkomið að senda þær til Gagnavarðar:

SAMSTÆÐAN

Hópfyrirtæki Cityviews eru eftirfarandi:

Ef um ræðir kanadíska spilara, gildir Baytree Interactive Limited (69691) sem skráð er í Guernsey með aðsetur að Ground Floor, Kingsway House, Havilland Street, St Peter Port, Guernsey, og sem hlotið hefur heimild og leyfi frá Kahnawake Gaming Commission, leyfisnúmer: 00873;

Ef um ræðir spilara frá öðrum löndum, Bayton Ltd (C41970) og Digimedia (C45651). Bayton er skráð á Möltu og hefur aðsetur að 9, Empire Stadium Street, GZIRA GZR 1300, og hefur hlotið leyfi og heimild frá Malta Gaming Authority. Leyfisnúmer MGA/B2C/145/2007;

Digimedia er skráð á Möltu og hefur aðsetur að 9, Empire Stadium Street, GZIRA GZR 1300,  og hefur hlotið leyfi og heimild frá Malta Gaming Authority. Leyfisnúmer MGA/B2C/167/2008;

Sem eru eigendur og rekendur spilavítisins og vefsvæðis pókerherbergisins og samstarfsfélög þeirra.

HVAÐA UPPLÝSINGUM SÖFNUM VIÐ?

Við söfnum tvennskonar upplýsingum frá Notendum okkar:

 • Persónuupplýsingar

  Fyrsta tegund upplýsinga eru þær upplýsingar sem auðkenna eða gætu með góðum hætti, sé leitast eftir því, auðkennt einstakling ("Persónuupplýsingar"). Þeim persónuupplýsingum sem verið er að safna geta verið eftirfarandi:

  • Skráningarupplýsingar: Þegar þú stofnar reikning og skráir þig til að nota Þjónustuna verður þú beðin/nn um að veita okkur ákveðnar upplýsingar um þig, svo sem: fornafn og eftirnafn, netfang, kyn, fæðingargögn, heimilisfang, kennitölu, símanúmer, atvinnu osfrv
  • Skilríki gefin út af stjórnvöldum: Í ákveðnum tilfellum verður þú beðin/nn um að veita afrit af skilríkjum gefnum út af stjórnvöldum fyrir sannprófun á auðkenni. Vinsamlegast athugið að þessar upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir tiltekna eiginleika Þjónustu okkar.
  • Greiðsluupplýsingar: Til þess að þú getir notið allra möguleika Þjónustunnar (t.d. veðmál, framkvæma kaup, spila á mótum osfrv.), verður greiðsluuplýsingum safnað frá þér, svo sem kreditkortanúmerinu og upplýsingum bankareikningsins.
  • Upplýsingar gefnar með frjálsum vilja: Við söfnum einnig upplýsingum sem þú veitir okkur með fúsum og frjálsum vilja. Til dæmis, þegar þú bregst við samskiptum frá okkur, hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst eða deilir aukalegum upplýsingum um sjálfa/nn þig í gegnum Þjónustu okkar, t.d. í spjalli og leikjum.
  • Upplýsingar um tækið: Við söfnum ákveðnum gerðum af upplýsingum hvað varða tengingu og upplýsingar um tækið þitt, hugbúnað eða vélbúnað sem gæti auðkennt þig, svo sem: einkvæmu kennimerki tækis (t.d. UDID, IMEI, MAC-tölu), stafrænu fingrafari, IP-tölu og staðsetningargögnum.
  • Símtöl: Við skráum eða fylgjumst með símtölum fyrir viðskiptaþjónustu, þjálfun og/eða öryggi.
  • Samfélagsmiðlar: Þegar þú skráir þig í gegnum reikning á samfélagsmiðli (svo sem Facebook) til þess að nota Þjónustuna eða tengja leikmannareikning þinn við slíkan reikning, munum við fá aðgang að grunnupplýsingum um reikning þinn á samfélagsmiðlinum, svo sem nafn þitt, fæðingardag, prófílmynd og vinalista, sem og opinberar upplýsingar á slíkum reikningi
  • Þegar þú notar Þjónustuna með samfélagsmiðlum getur þú auk þess "Boðið Vini" að nota hana líka. Ef einstaklingurinn samþykkir boð þitt getum við fengið Persónuupplýsingar frá honum/henni, svo sem: nafn, tölvupóstfang, símanúmer og fæðingardag. Við munum nota Persónuupplýsingarnar eins og hér segir og aðeins birta slíkar upplýsingar til þriðja aðila eins og greint er frá í þessari Friðhelgisstefnu.
  • Upplýsingar sem við söfnum frá þriðju aðilum: Við söfnum Persónuupplýsingum frá þriðju aðilum sem veita þjónustu, svo sem upplýsingar um lánshæfi frá lánafyrirtækjum og öðrum fjárhagsupplýsingum sem skipta máli varðandi veitingu Þjónustu okkar sem og upplýsingum sem safnað er til þess að staðfesta auðkenni þitt og koma í veg fyrir svika- eða ólöglega starfsemi.

 • Ópersónulegar upplýsingar

  Önnur tegund upplýsinga sem við söfnum eru óþekkjanlegar og óauðkennanlegar upplýsingar sem varða Notanda/Notendur og kunna að vera tiltækar eða safnaðar í gegnum notkun á Þjónustunni (“Ópersónulegar upplýsingar”).

  Ópersónulegum upplýsingum sem safnað er samanstanda af tæknilegum upplýsingum og samantekt á notkunarupplýsingum og gætu meðal annars innihaldið stýrikerfi Notanda, tegund vafra, skjáupplausn, tungumál vafra og lyklaborðs, 'click-stream' Notandans og virkni á Þjónustunni, þann tíma sem Notandi notaði Þjónustunna, tengdar tímamælingar osfrv.

  Til að koma í veg fyrir vafa skulu allar þær Ópersónulegu Upplýsingar sem tengdar eru við einhverjar Persónuupplýsingar teljast til Persónuupplýsinga svo lengi sem slík tenging er til staðar.

  Tegundir Ópersónulegra Upplýsinga sem við söfnum frá þér eða um þig:

  • Tæknilegar Upplýsingar: Til þess að auka virkni Þjónustu okkar og geta veitt betri notendaupplifun söfnum við tæknilegum upplýsingum sem sendar eru af tæki þínu, þar á meðal ákveðnar hugbúnaðar og vélbúnaðar upplýsingar (t.d. tegund vafra og stýrikerfis sem tæki þitt notar, tungumálastillingar, aðgangstíma og lén þeirrar vefsíðu sem þú notaðir til að tengjast Þjónustunni; osfrv.).
  • Upplýsingar um leikspilun: Við skráum upplýsingar um leikspilun, þar á meðal innistæður, veðmál, bónusa, leikjatímabil og hæstu stig þín. Við megum einnig deila slíkum upplýsingum og birta í gegnum hvaða Vettvang okkar sem er.
  • Upplýsingar og tæki og tengingu: Ef þú hleður niður Hugbúnaðinum á tækið þitt, gætum við safnað upplýsingum frá því tiltekna tæki sem þú ert að nota í öryggisskyni og til að koma í veg fyrir svikastarfsemi. Til dæmis gætum við safnað upplýsingum um annan hugbúnað sem er í gangi á sama tíma og Hugbúnaðurinn til að greina hvort þú sért að nota hugbúnað sem tengist sviksamlegri starfsemi (t.d. vélmennum, malware osfrv.) eða til að greina hvort tengingin sem þú notar sé í gegnum VPN eða proxy.
  • Greiningarupplýsingar:Við söfnum upplýsingum um notkun þína á Þjónustunni, svo sem notkun á smáforritum, skrám, notendavirkni (þ.e. skoðaðar síður, hversu löngum tíma er varið á tilteknum síðum, netvafur, smelli, aðgerðir osfrv.) tímamælingar, tilkynningar osfrv. Þessum upplýsingum er safnað, meðal annars til að geta framkvæmt bilanagreiningu á villum og vírusum sem og til greiningar á notkun þinni á Þjónustunni.
  • Nafnlausar upplýsingar: Við getum gert upplýsingar, sem safnað er af Þjónustunni eða með öðrum leiðum, nafnlausar og óauðkennanlegar svo að ekki sé hægt að auðkenna þig með þeim einum. Notkun okkar og birting á slíkum samanlögðum eða óauðkennanlegum upplýsingum er ekki háð neinum takmörkunum samkvæmt þessari Friðhelgisyfirlýsingu og við áskiljum okkur rétt til að birta þær án takmarkana og í hvaða tilgangi sem er, svo sem í auglýsinga eða markaðsskyni.

BÖRN UNDIR LÖGALDRI

Þjónustan er ekki hönnuð eða beint til einstaklinga undir 18 ára aldri eða einstaklinga undir lögaldri miðað við ríkjandi lög í viðkomandi lögsögu (“Lögaldur”). Ef þú hefur ekki náð Lögaldri ættir þú ekki að hlaða niður eða nota Þjónustu okkar né veita okkur persónuupplýsingar.

Við áskiljum okkur rétt til að fá aðgang að og staðfesta persónuupplýsingar sem safnað er frá þér. Ef við verðum meðvituð um að notandi sem ekki hefur náð Lögaldri hafi deilt einhverjum upplýsingum, getum við hent slíkum upplýsingum. Hafir þú einhverja ástæðu til að trúa því að barn undir lögaldri hafi deilt einhverjum upplýsingum með okkur, vinsamlegast hafðu samband.

HVERNIG NOTUM VIÐ SAFNAÐAR UPPLÝSINGAR?

Við notum Persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi sem talinn er upp hér að neðan:

 • Til að setja upp, stjórna og uppfæra reikning þinn;
 • Til að veita og reka Þjónustuna (eins og til að veðja og vinna úr greiðslum);
 • Til að hafa samskipti við þig og upplýsa um nýjustu uppfærslur á Þjónustu okkar og sérstökum tilboðum;
 • Til að markaðssetja Þjónustu okkar (sjá meira hér að neðan undir “Markaðssetning”), og birta þér auglýsingar, þ.mt hegðunarauglýsingar;
 • Til að sinna greiningar-, tölfræðilegum og rannsóknarlegum tilgangi til að bæta og aðlaga Þjónustuna að þörfum þínum og hagsmunum (eins og með því að safna saman samanlögðum skýrslum um notkun tiltekinna eiginleika Þjónustu okkar);
 • Til að hafa samband við viðskiptavini, og til að styðja við og bilanagreina Þjónustuna og svara fyrirspurnum þínum;
 • Til að gera okkur kleift að þróa frekar, aðlaga og bæta Þjónustuna á grundvelli Notendastillinga og notkunar;
 • Til að veita þér ábyrgt leikjarumhverfi;
 • Til að hafa samskipti við þig og vinna úr beiðnum þínum til að nýta Notendarétt þinn;
 • Til að auðkenna og staðfesta aðgang þinn að tilteknum eiginleikum Þjónustunnar;
 • Til að greina og koma í veg fyrir sviksamlega og ólöglega starfsemi eða aðra tegund af starfsemi sem getur haft neikvæð áhrif á heilleika þjónustunnar eða sett hana í hættu, þ.mt með því að skilgreina áhættu sem tengist virkni þinni á Þjónustu okkar;
 • Til að kanna brot á reglum okkar og Notendasamningi auk þess að framfylgja reglum okkar og Notendasamningnum;
 • Til að kanna og leysa deilur í tengslum við notkun þína á Þjónustunni; og
 • Eins og krafist er samkvæmt lögum eða reglugerðum (eins Know Your Customer ("KYC") og kröfur varðandi peningaþvætti) eða eins og krafist er af öðrum opinberum yfirvöldum, eða að fara með áfrýjun eða svipað lagalegt ferli eða svara beiðni ríkisstjórnar.

MARKAÐSSETNING

Fyrirtækið mun nota Persónuupplýsingar þínar, svo sem nafn þitt, heimilisfang, netfang, símanúmer osfrv., sjálft eða með því að nota þriðju aðila undirverktaka í þeim tilgangi að bjóða þér kynningarefni varðandi Þjónustuna sem og vörurnar, þjónustur, vefsíður og smáforrit sem tengjast: (i) öðrum fyrirtækjum innan Samstæðunnar; (ii) White Label Merkjum; eða (iii) viðskiptafélögum og samstarfsaðilum Samstæðunnar (sameiginlega: “Markaðsaðilar”), sem við teljum að þú gætir haft áhuga á.

Við getum einnig deilt og birt Persónuupplýsingum með Markaðsaðilum okkar í þeim tilgangi að bjóða þér mismunandi markaðstilboð sem við eða Markaðsaðilar okkar teljum að höfði til þín. Markaðsaðilar okkar geta notað þessar Persónuupplýsingar fyrir mismunandi markaðsaðferðir, svo sem tölvupóstsendingar, póstsendingar, SMS og símamarkaðssetningu.

Þú getur uppfært markaðsval þitt hvenær sem er í gegnum Viðskiptaþjónustuna (þar sem hún er í boði). Þegar þú velur að hlaða niður Hugbúnaði samkvæmt Þjónustu okkar, getur tilkynningarforriti einnig verið hlaðið niður á tækið þitt. Þetta gerir okkur kleift að senda þér tilkynningar um Þjónustu okkar beint í tækið þitt, til dæmis til að upplýsa þig um nýjar aðgerðir, uppfærslur, þjónustusamskipti, tilboð og kynningar.

Með því að hlaða niður slíkum Hugbúnaði samþykkir Þú að fá tilkynningar. Ef Þú kýst að fá ekki þessar tilkynningar, þá verður þú að fjarlægja tilkynningarforritið handvirkt úr tækinu þínu (til dæmis með því að smella á tengilinn "hvað er þetta" í tilkynningu sem þú færð og fylgja leiðbeiningunum "hvernig á að fjarlægja" eða með því að fylgja viðeigandi "Stillingum" og "Tilkynningamiðstöð" leiðbeiningum um hvernig skal fjarlægja forritið á Aðgangstæki Þínu).

Þú getur hafnað frekari markaðstilboðum frá okkur eða samstarfs- og markaðsfélögum okkar hvenær sem er með því að hafa samband í gegnum Spjall í beinni. Athugaðu að þó þú afskráir þig af póstlista markaðsmála gætum við haldið áfram að senda þér þjónustutengdar uppfærslur og tilkynningar.

MEÐ HVERJUM DEILUM VIÐ UPPLÝSINGUNUM?

Við leigjum hvorki né seljum eða deilum Persónuupplýsingum með þriðju aðilum (“Viðtakendur”) nema eins og lýst er í þessari Friðhelgisstefnu. Persónuupplýsingar verða aðeins birtar Viðtakendum að því marki sem krafist er í sérstökum tilgangi, eins og kveðið er á um í þessari Friðhelgisstefnu.

Við deilum Persónuupplýsingum með einhverjum af eftirfarandi viðtakendum:

 • White Label Merki, þar með talið annan þjónustuveitanda sem White Label Merkið hefur kosið til að reka White Label Merkin (ef við á);
 • Fyrirtækjum innan Samstæðunnar og öðrum samstarfsfyrirtækjum;
 • Undirverktökum og þjónustuveitendum þriðja aðila, svo og undirverktökum þeirra sem t.d. fela í sér (en takmarkast ekki við) skýjafyrirtæki, markaðsaðila, auðkennistaðfestingar, svikavarnir og aðra sannprófendur gagna;
 • Lánshæfismatsstofnunum;
 • Greiðslumiðlunarþjónustum, greiðsluvinnslum og bönkum;
 • Til þriðju aðila sem veita þjónustu í tengslum við rekstur eða kynningu á viðeigandi In House Merkinu eða White Label Merkinu (ef við á);
 • Til þriðju aðila sem skipuleggja offline viðburði eða mót fyrir hönd eða í tengslum við önnur fyrirtæki Samstæðunnar;
 • Til hótela og flugfélaga (eins og í tengslum við offline viðburði og kynningar);
 • Endurskoðendum, verktökum og ráðgjöfum hvers konar viðskiptaferla Samstæðunnar;
 • Til þriðju aðila sem rannsaka, greina eða koma í veg fyrir svikastarfsemi eða ólöglega starfsemi (t.d. stjórnvöld, lögregluyfirvöld, banka eða aðrar rannsóknarstofnanir);
 • Leyfisyfirvöldum, stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum, í samræmi við gildandi lög og reglur; og
 • Hugsanlegum kaupendum eða fjárfestum í fyrirtækjum innan Samstæðunnar eða White Label Merkisins (ef við á) eða ef viðskipti eiga sér stað (t.d. sala á verulegum hluta okkar í fyrirtækinu, samruni, endurskipulagning, gjaldþrotaskipti, samstæða eða sala eigna eða millifærsla í rekstri þess) í tengslum við fyrirtæki innan Samstæðunnar (í slíku tilviki mun yfirtökufélagið eða eigandinn taka á sig réttindi og skyldur eins og lýst er í þessari Friðhelgisstefnu).

Til viðbótar þeim tilgangi sem tilgreindur er í þessari Friðhelgisstefnu, deilum við einnig Persónuupplýsinum með þeim Viðtakendum í eftirfarandi tilgangi:

 

 • Geymslu slíkra upplýsinga fyrir hönd okkar, til dæmis með því að nota þjónustuveitendur skýjafyrirtækja;
 • Vinnslu slíkra upplýsinga til að aðstoða okkur við rekstur okkar (t.d. til að vinna úr greiðslum og innlánum þínum, staðfesta aðgang þinn, endurskoða rekstur okkar, greina og koma í veg fyrir sviksamlega eða ólöglega starfsemi osfrv.);
 • Rannsaka, tæknilega greiningu eða greiningaraðgerðir;
 • CMiðaðar auglýsinga, kynningarefni og upplýsingaefni í samræmi við markaðsstefnu okkar (sjá hér að neðan undir "Markaðssetning"); og
 • Þegar við trúum í góðri trú að birting sé nauðsynleg til að vernda réttindi okkar eða lagalegan rétt, framfylgja stefnu okkar (þar með talið Notendasáttmála og Friðhelgisstefnu), tryggja öryggi þitt eða annara og kanna eða koma í veg fyrir svik, af öryggisráðstöfunum eða til þess að hjálpa okkur í sambandi við önnur tæknileg vandamál.

GAGNAFLUTNINGUR

Þar sem við störfum á heimsvísu gæti verið nauðsynlegt að flytja Persónuupplýsingar þínar til landa utan Evrópusambandsins. Gagnavernd og önnur lög þessara landa gætu hugsanlega ekki verið jafn yfirgripsmikil og lög í Evrópusambandinu.

Við notum bestu viðleitni til að tryggja að Persónuupplýsingar þínar séu verndaðar í samræmi við Friðhelgisstefnu okkar með samningsbundnum hætti (s.s. með því að nota samningsbundin ákvæði sem viðkomandi eftirlitsstofnanir samþykkja fyrir gagnaflutning) eða á annan hátt (til dæmis að tryggja að lögsagnarumdæmi setji fullnægjandi öryggisráðstafanir varðandi gagnavernd).

Ef þú telur að ekki sé farið með persónuvernd þína í samræmi við reglur okkar um persónuvernd eða telur að einhver reyndi að misnota þjónustuna eða hagaði sér á óviðeigandi hátt skaltu hafa samband við okkur í gegnum Spjall í beinni.

RAKNINGARTÆKNI ÞRIÐJU AÐILA

Þegar þú heimsækir eða opnar Þjónustu okkar (til dæmis þegar þú heimsækir vefsíður okkar) notum við (og heimilum þriðju aðilum að nota) vefföng, smákökur, punkta, forskriftir, merkingar og aðra tækni ("Rakningartækni").

Rakningartæknin gerir okkur kleift að safna upplýsingum um þig og hegðun þína á netinu sjálfkrafa, sem og upplýsingar um tækið þitt (t.d. tölvuna þína eða farsíma) í mismunandi tilgangi, svo sem til að bæta notendareynslu þína í Þjónustu okkar, bæta virkni Þjónustu okkar og aðlaga hana betur að þér. Við notum einnig þessar upplýsingar til að safna tölfræði um notkun þjónustu okkar, framkvæma greiningar, afhenda efni sem er sniðið að áhugamálum þínum og stjórna þjónustu við Notendur okkar, auglýsendur, útgefendur, viðskiptavini og samstarfsaðila.

Við leyfum einnig þriðju aðilum að safna upplýsingum um þig í gegnum Rakningartækni. Fyrir frekari upplýsingar, sjá Cookie Policy.

ÞJÓNUSTA ÞRIÐJU AÐILA

Á meðan þú notar Þjónustu okkar gætir þú orðið var/vör við tengla á vefsíður þriðju aðila, þjónustur og smáforrit. Vinsamlegast hafðu í huga að þessi Friðhelgisstefna gildir ekki um vefsíður þriðju aðila, þjónustu eða smáforrita, jafnvel þótt þau séu aðgengileg, niðurhalanleg eða á annan hátt dreift í gegnum Þjónustu okkar.

Vinsamlegast athugaðu að slíkar vefsíður þriðja aðila, þjónusta eða smáforrit eru óháð Samstæðunni. Við tökum enga ábyrgð hvað varðar friðhelgi eða önnur lagaleg mál sem snúa að slíkum vefsíðum og/eða þjónustu þriðju aðila. Við hvetjum þig til að lesa friðhelgisstefnu og notkunarskilmála slíkra vefsíðna og/eða þjónustu þriðja aðila vandlega þar sem þeirra skilmálar en ekki okkar eiga við í tilfelli samskipta við þriðju aðila.

Þú ættir alltaf að kynna þér friðhelgisstefnu þeirra gaumgæfilega áður en þú veitir Persónuupplýsingar til þriðju aðila.

Þú tekur á þig alla ábyrgð, vísvitandi og sjálfviljug/ur með því að nota vefsíður, þjónustu eða smáforrit þriðju aðila. Þú samþykkir að við berum ekki ábyrgð að neinu leiti hvað varðar slíkar vefsíður þriðju aðila og notkun þína á þeim.

GEYMSLA PERSÓNUUPPLÝSINGA

Ef þú skráðir þig inn með reikningi í gegnum Þjónustu okkar mun Samstæðan halda eftir Persónuupplýsingum þínum yfir það tímabil sem reikningur þinn er virkur. Þar að auki mun Samstæðan halda eftir Persónuupplýsingum þínum í aukalegan tíma til þess að Samstæðan geti uppfyllt lagalega skyldu sína samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum, svo sem reglugerðum fyrir fjárhættuspil, Know-Your-Customer og reglugerðum gegn peningaþvætti.

Auk þess getur Samstæðan haldið Persónuupplýsingum þínum í lengri tíma, að því tilskildu að geymsla slíkra upplýsinga sé nauðsynleg fyrir lögmæta hagsmuni Samstæðunnar, s.s. skráahald og forvarnir gegn svikastarfsemi.

Ef þú vilt af einhverjum ástæðum eyða Persónuupplýsingum þínum, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á [email protected], og við munum gera okkar besta til að verða við beiðni þinni.

RÉTTINDI ÞÍN

Þú getur haft samband við okkur hvenær sem er með tölvupósti og óskað eftir:

 1. Að fá aðgang að eða eyða Persónuupplýsingum sem tengjast þér
 2. Að breyta eða uppfæra Persónuupplýsingum sem tengjast þér (til dæmis ef þú telur að Persónuupplýsingar þínar séu rangar gætir þú beðið um að leiðrétta eða eyða þeim). Athugaðu að þú getur einnig beðið um að við leiðréttum villur með tilliti til Persónuupplýsinga þinna (nema í þeim tilvikum þar sem upplýsingarnar þurfa að vera geymdar í upprunalegu formi samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum);
 3. Að við munum takmarka eða hætta við frekari notkun Persónuupplýsinga þinna;
 4. Að við veitum þér Persónuupplýsingarnar sem þú veittir okkur til í tölvutæku formi.

Vinsamlegast athugaðu að þessi réttindi eru ekki alger og beiðnir eru háðar öllum viðeigandi lagaskilyrðum, þar á meðal fjárhættuspilum og öðrum lagalegum og siðferðilegum skýrslum eða varðveisluskyldu skjala. Við gætum einnig leiðrétt, endurnýtt eða fjarlægt ófullnægjandi eða ónákvæmar upplýsingar hvenær sem er og eftir eigin vild, í samræmi við innanhússtefnu okkar.

HVERNIG VIÐ PÖSSUM UPP Á ÖRYGGI PERSÓNUUPPLÝSINGA ÞINNA

Við leggjum mikla áherslu á að tryggja og viðhalda öryggi Þjónustunnar og upplýsinga þinna. Við höfum sett upp viðeigandi líkamlegar og tæknilegar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir óviðkomandi aðgang, viðhalda gagnaöryggi og nota þær upplýsingar sem við söfnum á netinu á réttan hátt. Þessar varúðarráðstafanir miðast við viðkvæmni upplýsinganna sem við söfnum og geymum.

Við notum iðnaðarstaðalaðferðir og stjórntæki til að tryggja öryggi upplýsinga notenda okkar, svo sem:

 • Örugga netkerfisfræði, sem felur í sér að koma í veg fyrir óviðkomandi afskipti og netvarnakerfi;
 • Dulkóðuð samskipti;
 • Auðkenning og Aðgangsstýring;
 • Ytri og innri endurskoðunarpróf; o.fl.

Þó við notum tiltækar aðferðir til að tryggja öryggi upplýsinga getum við ekki borið ábyrgð á verkum þeirra sem fá óviðkomandi aðgang eða misnota Þjónustu okkar og við tökum enga ábyrgð né lýsum yfir, gefum í skyn á einhvern hátt að við munum koma í veg fyrir slíkan aðgang.

BREYTINGAR Á FRIÐHELGISSTEFNUNNI

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari Friðhelgisstefnu hvenær sem er, svo vinsamlegast heimsóttu þessa síðu oft. Við munum tilkynna um verulegar breytingar á þessari Friðhelgisstefnu í gegnum Þjónustu okkar og/eða senda þér tilkynningu í tölvupósti varðandi slíkar breytingar á það tölvupóstfang sem þú gafst upp. Slíkar verulegar breytingar munu taka gildi sjö (7) dögum eftir að slík tilkynning var veitt með einhverjum af ofangreindum aðferðum. Annars munu allar breytingar á þessari Friðhelgisstefnu taka gildi á dagsetningu "Síðustu Endurskoðunar" og notkun þín á Þjónustunni eftir dagsetningu síðustu endurskoðunar felur í sér samþykki þitt á þeim breytingum og að vera þeim bundin/nn.

HVERNIG ER HÆGT AÐ HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR

Ef þú hefur almennar spurningar um þjónustuna eða upplýsingarnar sem við söfnum um þig og hvernig við notum þær skaltu hafa samband við okkur í gegnum spjallið eða á síðunni Hafa samband.

Við munum reyna að svara innan skikkanlegs tíma. Vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við okkur hvenær sem er. Ef þú ert óánægð/ur með viðbrögð okkar getur þú haft samband við viðeigandi eftirlitsyfirvöld gagnaverndar.

Bayton Ltd (C41970), er maltneskt fyrirtæki sem skráð er í 9 Empire Stadium Street, GZIRA, GZR 1300, Malta. Bayton Ltd hefur hlotið leyfi frá Malta Gaming Authority, leyfisnúmer: MGA/B2C/145/2007 (gefið út þann 1. ágúst 2018).

© 2023 Lucky Nugget Casino

X

leyfi